Hvalaskoðun frá Bíldudal

Að sjá hvali í fjallahring Arnarfjarðar, þar sem þeir leika sér af hjartans list, ef hrein snilld


Hvalir heimsækja Arnarfjörð, hafa gert í áranna rás.
Hnúfubakur er algengasta tegundin sem við sjáum. Það er mikil upplifun að sjá hann rétt við bátinn. Skoðið myndbandið hér á síðunni, það er tekið í einni ferð að morgni dags. Stundum bíður hann eftir bátnum og skoðar okkur vel. Það er yfirleitt stutt í hnúfubakinn eða aðrar hvalategundir eins og hnísur eða hrefnur.
Annað hvort á leiðinni út eða á leiðinni heim er komið er við í sellátri, siglt rólega framhjá klöppunum þar sem selurinn baðar sig í sólinni. Selirnir velta sér gjarnan í sjóinn og synda í átt að bátnum til að skoða okkur, þeir eru ekki síður forvitnir en við mannfólkið.
Getum tekið allt að 47 farþega

• Hvað þarf að hafa með sér?
• við mælum með hlýjum fötun, ss. húfu, vettlingum og treflum, það getur verið kaldara úti á sjó heldur en í landi. Við mælum einnig með sólgleraugum og sólarvörn á sumrin.
• Vinsamlegast athugið að ferðin er háð veðri og að það er ekki tryggt að sjáist til hvals.

„Við trúðum ekki okkar eigin augum þegar Jón stöðvaði vélina í bátnum. Hnúfubakurinn kom upp úr sjónum rétt við bátinn, þetta var æðisleg upplifun“

Siglingar hefjast að vori 2019

 • Fullorðnir: 12.600 ISK
 • Börn 0 – 11 : Frítt
 • 67+: 9.800 ISK
BÓKA

Hvalaskoðun frá Bíldudal

 • Tímabil: 1. júní til 31. ágúst
 • Brottför: Alla daga kl. 10.00
 • Lágmark: Ekkert
 • Lengd ferðar: 3 klst.
 • Innifalið: Bátsferð með leiðsögn
 • Börn 0 til 15 ára verða að vera í fylgd fullorðins
 • Hægt að bóka fyrir hópa utan áætlunar. Gerum tilboð í hópa

Verð: 2019

 • Fullorðnir: 12.600 ISK
 • Börn 0 – 11 : Frítt
 • 67+: 9.800 ISK
BÓKA

Hvalaskoðun frá 1. sept. til 31. okt. 2019:

 • Á tímabilinu 1.9 til 31.10
 • Brottför frá Bíldudal: Í samráði við viðskiptavin
 • Lágmark: 10, Gerum tilboð fyrir hópa
 • Lengd ferðar: 3 klst.
 • Innifalið: Bátsferð
 • Börn 0 til 15 ára verða að vera í fylgd fullorðins
 • Hægt er að bóka fyrir hópa utan áætlunar