Sigling undir Látrabjarg

Sjáðu Látrabjarg með einstökum hætti sem fáir hafa upplifað


Látrabjarg er stærsta fuglabjarg í Evrópu. Mjög margir koma og heimsækja Látrabjarg en sjá einungis lítinn hluta þess ofanfrá.
Nú er tækifæri að sjá Látrabjarg frá sjó, sigla meðfram bjarginu og upplifa fegurð þess, sjá fuglinn sveima við bjargið og njóta þessa náttúru til fulls.
Það er komið um borð í Happasæl BA 94 í Breiðuvík, starfsfólk Hótel Breiðuvík mun flytja þig niður á strönd þar sem ferjubátur mun ferja þig út í farþegabátinn sem síðan siglir með þig undir Látrabjarg. Það eru aðeins örfáir sem hafa séð Látrabjarg frá sjó, siglt er nálægt bjarginu og góð aðstaða er til að ljósmynda bjargið og fuglana sem svífa um og sitja í bjarginu.

„Siglingin undir Látrabjarg var frábær. Að horfa upp í 400 metra hátt bjargið var engu líkt“

Verð: 2018

 • Fullorðinn: 13.500 ISK
 • 0 til 11 ára: Frítt
 • 67+: 11.000 ISK
 • Ef aflinn er eldaður um borð + 1.000,- p/12 ára +
BÓKA

### BREYTA ### Áætlun fyrir Sjóstöng 2018:

 • Á tímabilinu 1.6 til 30.8
 • Brottför: Alla daga kl. 14.00
 • Lágmark: Ekkert
 • Lengd ferðar: 3 klst.
 • Innifalið: Bátsferð og sjóstangir
 • Börn 0 til 15 ára verða að vera í fylgd fullorðins
 • Hægt er að bóka fyrir hópa utan áætlunar, hámark 50 farþega