Kvöldverður eða grillferð

Gæðum okkur á þriggja rétta góðgæti um borð í Happasæl BA 94


Kvöldverður
Boðið er til kvöldverðar um borð í Happasæl BA 94 sem liggur við ankeri á Bíldudalsvogi. Ferjubáturinn flytur þig um borð í Happasæl BA 94 þar sem áhöfnin tekur á móti þér. Á matseðlinum er sjávartengdur kvöldverður, þriggja rétta. Þetta verður ævintýri kvöld þíns, við munum koma þér á óvart.
Þegar skipið liggur út á Bíldudalsvogi eru veitingar í boði, nánar um verð og annað á skilti við höfnina.

„Frábær ferð sem kitlaði bragðlaukana“

Grillferðir
Bjóðum upp á grillferðir, tökum land á afskektum stað og kveikjum í kolunum. Grillferðir eru fyrir hópa og taka frá fjórum til sex tímum. Við formum ferðina saman og gerum góðan matseðil. Grillferð eftir sjóstöng er til dæmis frábær upplifun, veiða og borða síðan nýveiddan fiskinn. Við höfum til dæmis farið í ferð sem var eftirfarandi: Að morgni var byrjað í sjóstöng, hópurinn hafði skipulagt veiðikeppni sem gekk frábærlega, síðan var siglt inn í Geirþjófsfjörð og fiskurinn sem veiddist gerður klár til eldunar. Síðan var farið í land inn í Langabotni og genginn söguhringur Gísla sögu Súrssonar. Að lokinni sögustund frá tímabilinu 950 til 980 var haldið um borð í bátinn aftur og siglt til staðar sem heitir Sperlahlíð, tekið land og fiskurinn frá því um morguninn grillaður, ungafólkið í ferðinni lék sér í fjörunni og bæði ungir og eldri nutu útivistar, frábær ferð sem ég trúi að enn sé til ljóslifandi í minningu þeirra sem með voru. Það er hægt að setja saman allskonar ferðir sem verða ógleymanlegar.

Hefjum starfssemina vorið 20119

  • Gerum tilboð
  • 0 til 11 ára: Frítt

Áætlun — í vinnslu —

  • Á tímabilinu XX.XX til XX.XX
  • Brottför: Alla daga kl. XX.XX
  • Lágmark: Ekkert
  • Lengd ferðar: XX klst.
  • Börn 0 til 15 ára verða að vera í fylgd fullorðins
  • Hægt er að bóka fyrir hópa utan áætlunar, hámark 50 farþega

Senda fyrirspurn