Hvala og selaskodun

Við skoðum hvali sem halda sig í Arnarfirði, þar sem þeir gæða sér á veisluhöldunum.


Hvalir hafa heimsótt Arnarfjörð í árana rás.
Hnúfubakur er algengasta tegundin sem við sjáum. Það er mikil upplifun að sjá hann rétt við bátinn. skoðið myndbandið hér á síðunni, það er tekið í einnni ferð að morgni dags. Stundum bíður hann eftir bátnum og skoðar okkur vel. Það er yfirleitt stutt í hnúfubakinn eða aðrar hvalategundir eins og hnísur eða hrefnur.

Annað hvort á leiðinni út eða á leiðinni heim er komið er við í sellátri, siglt rólega framhjá klöppunum þar sem selurinn baðar sig í sólinni. Selirnir velta sér gjarnan í sjóinn og sinda í átt að bátnum til að skoða okkur, þeir eru ekki síður forvitnir en við mannfólkið.

“Við trúðum ekki okkar eigin augum þegar Jón stöðvaði vélina í bátnum. Hnúfubakurinn blastaði andardrættinum uppúr vatninu sem var hreint og beint æðisleg upplifun”

Verð: 2016

 • Fullorðinn: 13.500 ISK
 • 7 til 15 ára: 6.500 ISK
 • 67+: 11.000 ISK
 • 0 til 6 ára: Frítt
BÓKA

Áætlun fyrir hvala og selaskoðun 2016:

 • Á tímabilinu 1.6 til 30.9
 • Brottför: Alla daga kl. 10.00
 • Lágmark: Ekkert
 • Lengd ferðar: 3 klst.
 • Innifalið: Bátsferð
 • Börn 0 til 15 ára verða að vera í fylgd fullorðins
 • Hægt er að bóka fyrir hópa utan áætlunar