Sigling á söguslódir
Gísla sögu Súrssonar

Förum aftur til fortíðar og kynnumst sögu Gísla Súrssonar sem bjó með konu sinni Auði í Geirþjófsfirði.


Það er siglt frá Bíldudal inn í Geirþjófsfjörð og land tekið í Langabotni, þar er genginn gönguhringur um söguslóðir Gísla sögu Súrssonar, sagan sögð á áningastöðum. Bær Auðar heimsóttur, Kleifin þar sem bardaginn hófst og einhamar þar sem honum lauk og Gísli varð allur.

Mjög skemmtileg ferð þar sem margt ber fyrir augu og eyru. Búsetan í Arnarfirði, sæskrímsli og haffræðin ásamt fiskifræðin. Allt þetta og meira til er inni í þessari ferð sem lætur engan ósnortinn. Getum tekið allt að 47 farþega

„Skemmtileg ferð sem við fjölskyldan gátum öll notið saman. Gleymdum okkur í sögusögnum og lærðum helling um Gísla. Takk fyrir okkur !“

Verð: 2018

  • Fullorðinn: Gerum tilboð
  • 0 til 11 ára: Frítt
BÓKA

Siglum í Gísla sögu frá 1. júní til 31. ágúst 2018:

  • Á tímabilinu 1.6 til 30.8
  • Brottför frá Bíldudal: Eftir samkomulagi
  • Lágmark: 12 farþegar
  • Lengd ferðar: 6 klst.
  • Innifalið: Bátsferð, leiðsögn
  • Börn 0 til 15 ára verða að vera í fylgd fullorðins
  • Gerum tilboð og ákveðum brottför saman