Leiðsögn í Arnarfirdi og Tálknafirdi með sögumanni

Jón Þórðarson er frábær sögumaður, allt lifnar við þegar hann segir frá.


Leiðin frá Bíldudal út í Selárdal

Ketildalir við Arnarfjörð er heimur útaf fyrir sig, saga og náttúra er þar einstök. Kumlareiturinn í Hringsdal, Austmannsdalur, Selárdalur og allt þar á milli, er hlaðið sögu. Safn mannsins með barnshjartað, Samúels Jónssonar, erjur þeirra Austmanns og Hrings í Hringsdals, bændur fyrr og nú í Ketildölum, er hluti þeirrar sögu sem sögð er í ferð um Ketildali með Jóni Þórðarsyni. Hafið samband og við gerum ferðina ógleymanlega um þetta sögusvið.

Saga Bíldudals

Leiðsögn um Bíldudal þar sem saga þorps er sögð, mannlífs fyrr og nú. Atvinna líðandi stundar skýrð, já komið með í leiðsögn með Jóni Þórðarsyni og þið verðið ekki fyrir vonbryggðum.

Hulinheimur Tálknafjarðar

Strendur Tálknafjarða eru ótrúlegt útivistarsvæði, gulur sandur, sjávar svarnir steinar sem mynda listi garð, saga útvera og mannlífs á fyrri öldum. Allt þetta og miklu meira er hluti þess sem þú ferðalangur góði munt sjá og upplifa í ferð um Tálknafjörð með Jóni Þórðarsyni. Svo ekki sé minnst á Arnarstapa sem er orkustöð sálar og líkama, hrein hleðsla sem allir geta notið.

„Jón kann sögurnar, já hann kann þetta. Frábært að fara með honum og upplifa söguna og náttúruna !“

  • Gerum tilboð og samræmum tímaplan. Getum endað ferðina í heitri laug og verið með hressingu þar, þá verður dagurinn fullkominn.