Sjóstöng frá Bíldudal

Við siglum um Arnarfjörðinn, veiðum og gæðum okkur svo ljúffengum fiskinum!


Hvernig væri a koma með í Sjóstöng frá Bíldudal við Arnarfjörð, sem er einn fegursti fjörður Íslands. Það er mikil upplifun og mjög gaman að fara í sjóstöng á Arnarfirði. Veiðin er aðallega þorskur en stundum kemur steinbítur eða ýsa á krókinn . Áður en komið er að landi á ný, flakar skipstjórinn aflann og gerir hann kláran til eldunar.
Valkostur, ef sægarpar eru svangir, þá er lagst fyrir ankeri á Bíldudalvogi og aflinn eldaður um borð. Þú færð ekki ferskari fisk á disk. Getum tekið allt að 47 farþega

„Frábær ferð, það var rosalega gaman að veiða fisk, og borða hann svo“

Verð: 2018

 • Fullorðinn: 12.600 ISK
 • 0 til 11 ára: Frítt
 • 67+: 9.800 ISK
 • Ef aflinn er eldaður um borð + 1.000,- p/12 ára +
BÓKA

Áætlun fyrir Sjóstöng 2018:

 • Á tímabilinu 1.6 til 30.8
 • Brottför frá Bíldudal: Alla daga kl. 14.00
 • Lágmark: Ekkert
 • Lengd ferðar: 3 klst.
 • Innifalið: Bátsferð og sjóstangir
 • Börn 0 til 15 ára verða að vera í fylgd fullorðins
 • Hægt er að bóka fyrir hópa utan áætlunar, hámark 47 farþega